Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 450 . mál.


Ed.

1080. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Á eftir 5. gr. komi ný grein er orðist svo:
    Eftirtaldar breytingar verða á 106. gr. laganna:
     Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi þrír nýir málsliðir er orðist svo: Telji framtalsskyldur aðili ekki fram til skatts innan tilskilins frests má skattstjóri bæta allt að 15% álagi við þá skattstofna sem hann áætlar. Þó skal skattstjóri taka tillit til að hve miklu leyti innheimta gjalda hefur farið fram í staðgreiðslu. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um þetta atriði.
     Í stað „1%“ og „15%" í 2. málsl. 1. mgr. komi: 0,5% og 10%.